Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 8
6
þegar svo stendur á, því það eru einmitt þessir menn,
sem fjelagsskapurinn á að vernda.
Það er naumast tiltökumál, þó að svo fámennur
og ungur fjelagsskapur sem okkar geti ekki valdið
gagngerðum straumhvörfum til hins betra um efna-
hag fjölskyldumanna, sem ef til vill verða fyrir ýmis-
konar óláni..Jeg held þó, að það, síem Vjelstjórafje-
lagið hefir komið í verk til þess að auka efnalegt og
andlegt sjálfstæði stjettarinnar, kaupsamningar,
greiðari aðgangur að sjermentun, stofnun styrktar-
sjóða o. fl. sje góðra gjafda vert. Æskilegast væri þó
það, að geta sýnt á næstu árum, að útgjöldin til fje-
lagsþarfanna eru ekki þau ónauðsynlegustu. Og það
er vissulega hægt, ef við erum samtaka. Menn ættu
að minsta kosti að hugsa sig tvisvar um, áður en þeir
leggja á hilluna vonina um að geta flotið með í fje-
lagsskapnum og notið þeirrar verndar, sem vel sam-
taka stéttarfélag getur veitt. Mjer er vel kunnugt
um það, að forstöðumenn Vjelstjórafjelagsins hafa
fullan vilja á að ráðstafa þeim litlu efnum, sem fje-
lagið hefir nú til umráða, á þá leið, að þeim efna-
minstu geti orðið styrkur að. Talið því við félags-
stjórnina, áður en þið komist í of mikla skuld, þ. e.
áður en þið missið rjett ykkar í fjelaginu, og það
er alls ekki óhugsandi, að einhver leið finnist „út úr
ógöngunum“.
Þá kem jeg að þriðja flokknum, og það var eink-
um hann, sem jeg vildi beina til máli mínu að þessu
sinni.
Því miður munu þess allmörg dæmi, að menn hafa
yfirgefið fjelagsskapinn, þ. e. látið strika sig út, að