Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 22
20
átt, og tókum mann í nokkra mánuði til reynslu.
Hann vinnur hjá fjelaginu einn dag í viku og þar af
um 4 stundir á skrifstofunni. Eitt meðal annars, sem
honum hefir veríð falið að gera, er það, að fara út
í skipin, einkum togarana, þegar þeir koma inn, hafa
tal af vjelstjórunum og kynna sjer aðstæður þeirra
og vita, hvort þeir hafi sjerstakar óskir fram að
bera, eða þá nýmæli, sem komi fjelagsskapnum við.
Jeg skal ekki um það dæma hjer, hvort starf manns-
ins í þessa fáu mánuði hefir borgað sig, enda erfitt
að meta það til peninga. Það verður lagt fyrir þenn-
an fund, að úrskurða, hvort starfinu verður haldið
áfram í einhverri mynd. Á einu vil jeg þó leyfa mjer
að vekja athygli, og það er það, að það er að mjög
miklu leyti undir fjelagsmönnum sjálfum komið,
hvern árangur starfið ber. Takist skrifstofumannin-
um ekki að ná trausti og góðri samvinnu við fjelags-
menn, þá er ekki mikils árangurs að vænta. Fjelags-
mönnum verður að skiljast það, að þar sem þessi full-
trúi fjelagsins er, eiga þeir trúnaðarmann og vin,
sem þeir verða að trúa fyrír því, sem þeim liggur á
hjarta í þessum efnum. Þeir verða að leita ráða til
hans, ræða við hann um fjelagsmál og kynna honum
skoðanir sínar á hlutunum. Af samstarfinu verður
að myndast undirstaðan að því, sem framkvæma skal.
Um starfsmanninn er það að segja, að hann verð-
ur líka að láta sjer skiljast og vera við því búinn, að
verk hans verði einnig krufin til mergjar eftir á, og
kemur þá í ljós, hve dyggilega og ráðvendnislega
hann hefir rækt starfið.
Starf þetta er ekki, fremur en önnur fjelagsstörf,