Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 14
12
mál það er, ef það álit á að festast við stjettina
framvegis, að mikill hluti hennar sje lítt hæfir
menn í stöðu sinni; finst mjer, að fjelag vort geti
ekki látið þetta sem vind um eyrun þjóta lengur en
orðið er, enda var það eitt af aðalstefnumálum
fjelagsins í upphaíi. Það væri ófyrirgefanlegt brot á
grundvallarreglum vorum, ef hvikað væri frá því
takmarki, sem fjelagið setti sjer í ]æssu efni.
Fjelaginu ber því margföld skylda til að leita or-
saka þessa máls, hefjast þegar handa með meiri
krafti og festu, en verið hefir, og reka þetta ámæli
drengilega af höndum sjer, svo að þeir menn, sem
hafa útbreitt þetta álit á stjett vorri, megi verða
þess varir, að ennþá rennur heitt blóð í æðum
manna. Stjettin lætur ekki kúgast af neinu því
valdi, sem rísa kann upp til niðurdreps fjelagsskapn-
um eða hagsmunum hennar í heild sinni.
Jeg vil leyfa mjer að gjöra nokkuð nánari grein
fyrir þessu máli og lýsa ástandinu, eins og það er,
og jafnframt gefa bendingu um endurbætur.
Nú er það svo um aðfinslur þær, sem að framan
getur, að þær hafa nær því eingöngu bitnað á þeim
mönnum, sem á fiskiskipunum vinna; hefir því ver-
ið haldið fram, að þangað veldust lakari menn en á
verslunarflotann. Að hve miklu leyti þetta er rjett,
skal ekki rætt um hjer. En jeg fyrir mitt leyti mót-
mæli því, að þeir vjelstjórar, sem á fiskiskip fara,
sjeu ver af guði gjörðir en hinir. Ef þar eru lakari
menn, liggja til þess aðrar orsakir, sem jeg nú skal
skýra frá.
Eins og mönnum er kunnugt, þá er nú krafist sömu