Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 83
81
nú, er ekkert við því að gera; þau ákveða að sjálf-
sögðu, hvað gera skuli, svo langt sem þau ná, en ef
farið er út fyrir þau, verður alt i lausu lofti, og
það er einmitt það, sem sumir félagsmenn hafa viljað
halda fram, að ætti sér stað, er um styrkveitingar
og aðra hjálp, til meðlima eða afkomenda þeirra,
væri að ræða. Að slíkt geti komið fyrir, er óhæfa, og
misskilning á því sviði er mjög nauðsynlegt að fyrir-
byggja. Lögin verða því að vera þannig úr garði
gerð, að ekki sje hægt að misskilja þau eða fá aðra
meiningu út úr þeim, en til er ætlast.
Þetta álítum vjer, að núgildandi lögum sje áfátt
um, og sje aðalástæðan til óánægju þeirrar, er oft
hefir heyrst- á meðlimum gagnvart stjórn fjelagsins
út af styrkveitingastarfsemi hennar.
Vjei' höfum nú orðið sammála um nýtt frumvarp
til laga fyrir Styrktarsjóð Vjelstjórafjelags fslands
og leyfum oss að senda það háttvirtum aðaifundi til
umsagnar og látum eftirfarandi skýringar fylgja.
Um 1., 2. og 3. grein er ekkert að segja; þær skýra
sig sjálfar.
4. gr.: Sjálfsagt er, að stjórn fjelagsins hafi á
hendi stjórn sjóðsins, eins og' verið hefir, og sjái um
að ávaxta harm á þann hátt, er aðalfundur ákveður;
þessu ber því ekki að breyta. Aftur á móti hefir
reikningsfærslu sjóðsins og reikningsskilum verið
mjög ábótavant á síðustu árum. Stjórnin hefir ekki
skilað reikningum fyr en á aðalfundi; þá hafa þeir
verið lesnir upp einu sinni. Einstöku menn hafa and-
mælt þeim, en allur þorri manna hefir ekki verið bú-
G