Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 61
59
á móti 10. Voru síðan kosnir 5 menn í þessa nefnd,
og hlutu þessir kosningu: Magnús Guðbjartsson
með 15 atkv., Marteinn Kristjánsson með 15 atkv.,
Þorsteinn Árnason með 14 atkv., Sigurjón Krist-
jánsson með 13 atkv. og J. A. Sveinsson með 12
atkv. Er Magnús Guðbjartsson form. nefndarinnar.
Þá báru nefndarmennirnir Þorst. Loftsson, Einar S.
Jóhannesson og Ma.gnús Guðbjartsson fram eftir-
farandi tillögu:
„Fundurinn skorar á stjórn fjelagsins að senda
frumvarp og nefndarálit styrktaimálanefndar, það
er skilað var á þessum aðalfundi, til allra meðlima,
annaðhvort í ársritinu eða sjerprentað fyrir 1. októ-
ber 1931“. — Var síðan umræðum um styrktarmál
slitið, og tekið fyrir næsta mál á dagskrá.
VL F a s t u r s t a r f s m a ð u r. Formaður skýrði
frá, að launaður starfsmaður hefði verið ráðinn frá
síðustu áramótum stjórninni til aðstoðar, samkvæmt
samþykt síðasta aðalfundar, en í ráði væri að lengja
starfstímann, svo engin tök myndu vera fyrir þenna
starfsmann að anna starfinu eftirleiðis. Las hann
síðan upp skýrslu starfsmanns um þann tíma, sem
hann hafði verið í þjónustu fjelagsins. G. J. Foss-
berg þakkaði starfsmanni með nokkrum velvildar-
orðum, og sýndu fundarmenn samúð sína með því
að standa upp. Þorsteinn Loftsson var því andvígur,
að starfstíminn væri lengdur frá því, sem verið
hefði, því að það hlyti að hafa aukin útgjöld í för
nieð sjer, en það taldi hann varhugavert, Sigurjón
Kristjánsson fjekk nú orðið og las upp eftirfarandi
ræðu: