Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 124
122
gerða sköfu. Rennan, sem við það myndast,
verður að vera jafn djúp alstaðar og bein, svo
að eigi safni hún óhreinindum.
f) Skemd í vafningunum eða vond snerting í tengi-
stöðunum.
g) Skammhlaup. Kemur það í ljós við það, að
bræðivörin í ljósnetinu brenna, eða að voltmæl-
irinn sýnir of litla spennu.
h) Slitflötur burstanna eir of lítill. Skal þá mæla
einn burstann og margfalda útkomuna með tölu
þeirra og deila því í straummagnið. Kemur þá
fram, hve mikið straummagn er ætlað á 1 cm.2,
sbr. hjer að framan.
IV. Sjerhver vjel er þannig gerð, að hitinn í akk-
eri, þráðum og spólum á eigi að fara yfir ákveðið
hámark (95° C). Þrátt fyrir það kemur oft fyrir,
að hitinn verður meiri, sjerstaklega ef hitinn í vjela-
rúminu verður mjög mikill (t. d. í hitabeltinu). Oft
er ástæðan þó ekki önnur en sú, að álag vjelarinnar
er of mikið. Sje um fyrri ástæðuna að ræða, skal
taka segldúkshólk og leiða kæliloft til vjelarinnar frá
loftræsi. Sje óumflýjanlegt að nota aukaálag á vjel-
inni, skal þess gætt, að hitinn verði aldrei meiri en
25% yfir hið ákveðna hámark við venjulegt álag.
V. Spennusveiflur í leiðslum eru mjög óviðfeldnar.
Koma þær sjaldan fyrir, ef gangráður vjelarinnar er
í lagi. Komi þær fyrir eigi að síður, er ástæðan
venjulega sú, að ekki er rjett farið með yfirborð
straumvendisins, eða að burstarnir eru lausir í höld-
urunum.
(Þýtt eftir „Der Schiffsingenieur“).