Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 25
23
lags), sem ráðinn var í fyrra, reyndist með öllu
gagnslaus, og mun því ekki til neins að hafa hann
áfram.
Eins og sjá má af Ársritinu, hefir tekist að fá
all rnikið af auglýsingum í það; var verð þeirra alls
670 kr. í síðasta riti, sbr. reikninginn. En örðugt
reynist að fá þær greiddar. Árið 1929 náðust t. d.
435 kr. af 725, — og 1930 náðust inn 395 kr. af því,
sem útistandandi var, svo að eftirstöðvar eru eftir
bæði árin 565 kr. Vonandi næst nú eitthvað inn af
þessu, en nokkuð tapast. Þrátt fyrir það verðum við
að leggja áherslu á, að ná sem mestu af auglýsing-
um, því þær eru hjálp við útgáfu ritsins; væri t. d.
álitamál, hvort ekki borgaði sig, að lækka verð þeirra
að mun, því þær eru all miklu dýrari en í öðrum
ritum. Vil jeg leyfa mjer að vekja athygli fjelags-
manna á því, að hjer er verksvið, þar sem allir gætu
unnið fjelaginu gagn með því að ná í auglýsingar í
ritið, annað hvort hjer heirna eða erlendis.
Eins og byrjað var á síðastliðið ár, hefir verið
unnið að því, að þýða útlendar greinar um iðnfræði-
leg efni, svo og annað, senr snertir starfið. Verður
það gefið út í sjerstökum kafla í ritinu. Þetta eykur
vitanlega kostnaðinn við það. En jeg er þeirrar
skoðunar, að sá kostnaður endurgreiðist óbeinlínis.
Þetta er tilraun, og þess vænst, að það verði vísir
til annars meira. Vænti jeg fastlega, að fjelagsmenn
sjái sjer fært að styrkja þessa viðleitni með því að
senda ritinu greinar, frumsamdar eða þýddar. Eins
og aðstæðurnar eru nú, er vonlítið um, að vaxandi