Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 60
58
til batnaðar frá gildandi lögum og kvaðst hafa bú-
ist við gagngerðri stefnubreytingu í styrktarmálum.
Þá talaði Þorsteinn Loftsson. Var hann formanni
lítt þakklátur fyrir skýringar hans á frumvarpinu
og tók að sjer að reifa málið að nýju. Benti hann á
ýmis nýmæli í frumvarpinu, sem orðin væru til
vegna undangenginnar reynslu, og ennfremur, að
hærri upph'æð væri áætluð til styrkveitinga en nú-
verandi lög heimiluðu. Þótti honum miður hve
Fossberg hefði misskilið tillögur þeirra nefndar-
manna.
Sigurjón Kristjánsson tók næstur til máis. Sagði
hann, að styrktarmálið væri „vandræðamál“. Efað-
ist hann um, að frumvarpið væri nógu róttækt, og
vildi láta útbýta nefndarálitinu til fjelagsmanna til
athugunar. Ennfremur talaði Eyjólfui Björnsson,
sem síðan bar fram þá tillögu, að málinu væri frest-
að til næsta aðalfundar, en nefndarálitið sent fje-
lagsmönnum 3 mánuðum fyrir þann fund, til íhug-
unar. Fleiri tóku til máls, svo sem Þorsteinn Árna-
son og Magnús Guðbjartsson. Yfirleitt virtust fund-
armenn ekki við því búnir, að taka ákvörðun um
málið. Að lokum kom breytingartillaga frá J. A.
Sveinssyni, sem hljóðaði þannig:
„Jeg leyfi mjer hjer með að gera það að tillögu
minni, að kosin verði fimm manna nefnd til þess
að athuga styrktarsjóðsmálin og koma fram með
tillögur í þeim, er lagðar sjeu fyrir stjómina, að
minsta kosti tveim mánuðum fyrir næsta aðalfund;
skal stjómin svo senda þær meðlimum fjelagsins til
athugunar“. Var tillaga þessi samþykt með 13 atkv.