Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 17
15
fengist hefir, þegar svona er ástatt? Það er óhætt
að fullyrða, að það eiu aðeins örfá skip í fiskiflot-
anum, þar sem vjelstjórum er mögulegt að leysa
starf sitt sómasamlega af hendi; það eru þau skip,
sem nægan mannafla hafa. Það má líka sjá þess
glögg merki, að alt viðhald er þar í miklu betra lagi
en á hinum skipunum, auk þess sem öryggi skips og
skipshafnar verður miklu meira en ella. Væri það eitt
út af fyrir sig næg ástæða til þess, að fjelag vort Ijeti
sig þetta mál nokkru skifta.
Jeg hefi nú minst á eitt aðalmeinið, sem jeg tel, að
hafi orðið þess valdandi, að vjelstjórar hafa verið
bornir þeim sökum, sem að fi aman getui’, og kemur
þá til kasta fjelags vors að hefjast handa og vinna
að bættri aðstöðu fjelagsmanna, svo þeir geti leyst
störf sín sómasamlega af hendi. í svona málefnum er
það aðeins fjelagsstarfsemi eða öllu heldur góð sam-
tök fjelagsmanna, sem nokkru fá um þokað.
Þá kem jeg að öðru meginatriði í starfsemi vori i.
Er þar átt við afskifti fjelagsins af launakjörum
manna og öðrum fríðindum. Um sjálf launin má
segja, að þau sjeu yfirleitt sambærileg við hliðstæðar
atvinnugreinar hjer, að minsta kosti á landi, enda
hefir nálega öll starfsemi fjelagsins miðað að því,
að fá viðunandi laun. Þó það sje óneitanlega mikið
atriði, þá er það ekki algjörlega einhlítt, svo framar-
lega sem menn hugsa um nokkuð annað en lifa lífi
sínu eingöngu fyrir beinharða peninga. Um önnur
atriði, er snerta hag og líðan manna um borð í skip-
Unum, hefir minna verið hugsað, og er það illa farið,
jafn veigamikið atriði og það er, að líðan manna