Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 69
Brjeí til Alþingis.
Landsstjórnin hefir nú nýverið látið leggja fyrir
hið háa Alþingi frv. til laga um viðauka við lög nr.
14, 15. júní 1926, um breyting á lögum nr. 43, 3.
nóv. 1915, um vjelgæslu á gufuskipum.
Þar eð oss þykir frv. þetta að ýmsu leyti mjög
varhugavert og að ýmsu leyti bygt á missldlningi,
Þó að vjer auðvitað vitum, að stjórninni gengur ekki
nema gott eitt til, þykir oss það brýn nauðsyn, að
leiða athygli hins háa Alþingis að ýmsurn atriðum,
er styrkja þessa skoðun vora, og skorum um leið
fastlega á þingið annaðhvort að fella lög þessi með
Öhu, eða breyta þeim í samræmi við þær tillögur,
sem vjer munum gera hjer til vara. Vjer vekjum og
eftirtekt á því, að það hefir fram að þessu verið
Venja landsstjórnarinnar að senda oss til umsagnar
nrálefni þau, er að starfi voru og stjett og hagsmun-
nnr þess og hennar lúta, og vitum vjer ekki annað,
heldur en að stjómin fram að þessu hafi verið full-
anægð með framkomu vora í slíkum efnum. Ein-
hvernveginn hefir þó atvikast svo, að landsstjórnin
hefir að þessu sinni ekki fylgt hinni fyrri góðu
Venju, og því er það, að vjer nú neyðumst til þess að
°náða hið háa Alþingi með þessa málaleitni. En þess
erum vjer fullvissir, að hefði stjórnin eins og áður
5*