Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 32
30
veitt. Vonum við, að fjelagar bregðist vel við, ef
til þess þarf að taka. Til þess að gefa mönnum sýn-
ishorn af starfi fjelagsstjórnarinnar í þessu máli,
skulu birt hjer brjef, sem í vetur fóru á milli hennar
og umsjónarmanns togaranna út af undanþágu-
beiðni, sem hún neitaði að undirskrifa:
„Reykjavík, 8./4. 1931.
Með því að oss hefir ekki tekist að fá yfirvjelstjóra á St.
„þorgeir Skorargeir", sendum vjer atvinnumálaráðuneyt-
iuu beiðni um undanþágu, með brjefi dags. 31. f. m. og
fórum þess á leit, að núverandi yfirvjelstjóra þar, hr. Oddi
Guðmundssyni, yrði leyft að sigla fyrst um sinn á skip-
inu, sem hingað til.
Atvinnumálaráðuneytið hefir i dag tilkynt oss, að með
því að til sjeu nœgilega margir vjelstjórar atvinnulausir,
sjái það sjer ckki fœrt að verða við þessari beiðni, og
byggir ráðuneytið þetta á upplýsingum frá ríkisskoðunar-
stjóra og stjórn Vjelstjórafjelagsins. Vjer höfum sam-
stundis snúið oss til ríkisskoðunarstjóra, með tilmælum
um að fá yfirvjelstjóra fyrir skipið, (>n hann hefir visað
oss til stjórnar yðar, þar cð hann einnig byggir ummæli
sín á upplýsingum frá yður í þessu efni.
Vjer viljum þá hjermeð mælast til þess, að þjer sem
allra fyrst bendið oss á mann, er þcgar getur tekið við
þessu starfi og hefir bæði rjcttindi og þekkingu til þcss
að gegna því. Vjer viljum taka það fram, að þó einhver
maður fcngist til að fara með skipið sem vjelstjóri, aðeins
eina ferð, eða þá mjög skamman tíma, þá getum vjer ekki
failist á það, þar sem skipinu er mcð því aðeins stofnað
i að stöðvast í næstu ferð vegna mannfæðar, heldur verð-
um vjer að mega vænta þess, að viðkomandi maður vilji
ráða sig til frambúðar á skipið.
Vjer viljum og taka það fram, að vjer væntum þess
fvllilcga, að þjer haldið ekki fram sem vjelstjórúm þeim
mönnum, er þjer tcljið ckki hæfa til starfsins, jafnvel þótt