Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 112
110
sama sem 2424,322 smál. á ári; þar eð smál. kostar
kr. 38,00, verður þetta sama sem kr. 92124,24 á ári.
Mótorskipið hefir aftur á móti eytt samtals
259,592 smál. af olíu á 6 mánuðum eða sama sem
519,184 smál. á ári; smál. kostar kr. 112,00, og verð-
ur eyðslan þá samtals kr. 58148,61; er þá fljótt
reiknað, hve miklu minna eldsneytið kostar á ári fyr-
ir mótorskipið; það verður sama sem 92124,24 h-
58148,61 = 33975,63 kr., og er það allmikil upphæð.
Þá er eftir að athuga, hvort skipanna hefir sigit
fleiri mílur á jafnlöngum tíma, og hvað 'það hefir
kostað.
Eimskipið hefir siglt 13823,2 sjómílur á 6 mánuð-
um, en það verður með sama reikningi 27646,4 sjó-
mílur á ári; eldsneytið, sem aðalvjeiin hefir þurft til
þess að koma skipinu þessa vegalengd, hefir kostað
kr. 92124,24 ~ 18666,36 == 73457,88 eða með öðrum
orðum kr. 2,66 á hverja sjómíiu.
Aftur á móti hefir mjer reynst ókleift að fá ná-
kvæma skýrslu um það, hvað mótorskipið hefir siglt
margar mílur á sama tíma. Eftir því sem jeg hefi
komist næst, hefir það siglt talsvert lengri veg á
árinu, en jeg vil ekki leggja það til grundvallar, þar
eð jeg álít heimildirnar ekki nógu góðar.
Kostnaðurinn við mílufjölda þann, sem mótorskip-
ið hefir siglt á árinu, hefir verið kr. 58148,61 -r-
15451,74 = 42696,87.
Segjum nú ,að skipin hafi bæði siglt jafnlangt;
verður þá kostnaðurinn við siglda mílu mótorskips-
ins kr. 1,55, eða um J2% minni en á eimskipinu.