Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 56
54
beranna; þess er ekki síður þörf nú en þá, því þang-
að eru send hin bitrustu skeytin frá þeim, sem í and-
stöðuflokknum eru. En til þess að nokkuð miði fram
á leið, verðum við að sækja fram undir fánanum í
vel samtaka fylkingu, stjettinni til eflingar og okkur
sjálfum til hagsbóta, minnugir þess þó, að við eig-
um að takmarka sókn okkar við jafnrjetti annara.
t merkinu okkar eru sömu litir og í þjóðfánanum.
En þjóðfáninn er tákn þeirra afla, sem mest eru og
best í þjóðinni, landinu og umhverfi þess.
Fáninn á að vera okkur varanlegt tákn þess, að
við eigum að nota mátt samtakanna sem stjettar-
fjelag í þágu góðra málefna — en einungis góðra
málefna, og gæta þess jafnan, að beita einungis
strangheiðarlegum vopnum við hvern, sem í hlut á.
Á feld hins drifhvíta fána má aldrei koma blettur
eða hrukka. Hvíti liturinn er tákn friðar og sakleys-
is, og hann er meginliturinn í því merki, sem við á
ókomnum árum fylkjum okkur undir til sóknar.
Þó að við sjeum ein hinna svokölluðu vinnandi
stjetta í þjóðfjelaginu, þá er það engin hræsni við
málstaðinn, og eigi heldur nein uppgerðar-sjerviska,
að við höfum ekki valið hinn rauða lit hinna bylt-
ingasinnuðu sem aðallit í merkið okkar. Mörk hinna
vinnandi stjetta, sem stefnt er að, eru vitanlega
mjög náin. En til Róm liggja margar leiðir. Og við
höfum ásett okkur að fara jafnan með friði, í þeirri
trú, að leiðin að markinu sækist ekki ver fyrir því.
Við höfum ásett okkur það fyrir löngu, og við
endurnýjum þann ásetning nú við hinn nýja fána,
að fylgja jafnan svo vel og viturlega málum okkar,