Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 7
5
ar. Er þá einsætt, að þó að fáeinir einstaklingar sjeu
fyrir utan samtökin af hinum eða þessum astæðum,
þá verða þeir að lúita því, sem meirihlutinn vill vera
láta, eða yfirgefa stjettina að öðrum kosti. Þetta
kann að þykja hart aðgöngu, en er ekki einmitt lang
líklegast, að þjóðf jelaginu sje að því mestur styrk-
ur, að stjettirnár sjeu vel skipulagðar um hvers-
konar samstarf einstaklinganna, mentun o. fl. ?
Eins og áður er á minst, er það fullkomlega eðli-
legt, að stjettafjelögunum sje það kappsmál, að ná
sem flestum af starfsbræðrunum inn fyrir vjebönd
sín. Til þess að koma í framkvæmd málefnum, sem
stjettinni eru til eflingar, þurfa fjelagsmenn oft
mikið á sig að leggja í fjárframlögum og störfum.
Byrðarnar verða þá að sama skapi ljettari sem fje-
lögin eru fjölmennari, og áhrif framkvæmdanna víð-
tækari.
Samkvæmt reynslu Vjelstjórafjelagsins og annara
svipaðra fjelaga virðist mega skipta í 3 flokka þeim
mönnum, sem verða utan veltu.
Fyrst eru þeir menn, sem skift hafa um atvinnu,
eftir að þeir gengu í fjelagið. Þeir stunda e. t. v. hlið-
stæða atvinnu, svo sem smíði eða þ. u. 1. Þeir eru þá
í rauninni komnir inn í aðra stjett, sem þeim ber að
styrkja. Er ekkert við því að segja, þó þessir menn
yfirgefi okkar fjelagsskap, því áhugamál þeiiTa
verða önnur. Þá eru þeir menn, sem hröklast úr fje-
lagsskapnum fyrir fátæktar sakir, geta ekki greitt
hin lögmæltu gjöld. Dæmi þessa munu ekki mörg í
okkar fjelagi, sem betur fer, því laun hafa verið góð,
en þó má vel vera, að þau finnist. Það er illa farið,