Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 28
26
ómögulegt að i'á yfirvélstjóra á skipin, sem fullnœgðu
kröfum þeim, sem settar eru í lögunum. Hefir því stjórnin
neyðst til þess um mörg undanfarin ár að leyfa að menn,
sem ekki fullnægja hinum settu prófskilyrðum, gegndu
yfirvélstjórastöðu ó ýmsum skipanna. Að sjálfsögðu hefir
stjórnin aðeins slakað á yfirvélstjóraskiiyrðunum í ýtr-
ustu nauðsyn, þegar skipin annars licfðu orðið að liggja
ónotuð. þetta hefir hingað til ekki komið að sök, en það er
nauðsynlegt, að stjórnin hafi lagaheimild til þess að veita
slíkar yfirvélstjóraundanþágur þcgar þörf krefur, og er
því þetta frv. borið fram til þess að hæta úr þeim heim-
ildarskorti".
Þegar fjelagsstjórninni varð kunn tillaga þessi,
þótti henni skörin allmjög færast upp í bekkinn,
ef nú ætti að lögtaka nýja og enn víðtækari undan-
þáguheimild. Hún gat ekki fallist á, að ný heimild-
arlög væru nauðsynleg, eins og málum væri nú
komið. Annars vegar ör fjölgun vjelstjóra, hins veg-
ar horfur á, að skipum fjölgaði ekki að mun í bili.
Var því farið á stúfana til þess að vinna á móti
þessari lagabreytingu. Sjávarútvegsnefnd neðri
deildar, sem flutti fiumvaipið, var fyrst ritað eftir-
farandi brjef:
„Rvk, 11. mars 1931.
Vér liöfum fengið tækifæri til þess að kynna oss fram-
komið lagafrumvarp frá liinu háa atvinnumálaráðuneyti,
er háttvirt sjávarútvegsnefnd neðri deildar hefir fengið til
flutnings.
Er þetta frumvarp til laga um viðauka við lög nr. 14,
15. júní 1926, um breytingu á lögum nr. 43, 3. nóv. 1915 uin
atvinnu við vélgæslu á gufuskipum.
það, sem með áminstu frumvarpi er farið fram á, er það,
að kyndurum, scm fengið liafa bráðabirgðalcyfi til þess