Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 65
63
alvarlega til athug-unar og fylgist vel með gjörðum
hans“. Var tillagan samþykkt.
VII. V e r ð b r j efakaup. Formaður gerði þá
fyrirspurn til fundarins, hvort stjórninni veittist
leyfi til að endurnýja kaup á bæjarskuldabrjefum eða
öðrum jafntryggum skuldabrjefum. Var leyfið veitt
með samhljóða atkvæðum. .
VIII. Skemtiferð. G. J. Fossberg vakti máls
á því, að farin yrði skemtiferð. Gat hann þess, að
nokkrar ráðstafanir hefði verið gerðar til þess, að
fara með e.s. Suðurlandi til Akraness, en þar sem
fjelagið hefði enn ekki tekið þátt í þessum undir-
búningi, óskaði hann eftir, að fundurinn kysi skemti-
nefnd. Eítir tillögu Þorsteins Loftssonar voru þessir
kosnir: G. J. Fossberg, Skúli Sivertsen og Bjarni
Jónsson.
IX. Sumarskáli. Sigurjón Kristjánsson skýrði
frá þeirri hugmynd sinni, að fjelagið kæmi upp sum-
arskála. Gerði hann grein fyrir fyrirkomulagi þessa
skála og umhverfi; hvatti hann mjög til, að þetta
kæmist í framkvæmd. Fossberg var hugmynd Sigur-
jóns fylgjandi og kvað tíma kominn til þess að at-
huga málið. Eyjólfur Björnsson tók í sama streng.
Benti hann á Selflá í Mosfellssveit, og taldi það lík-
legan stað fyrir þenna skála. Skúli Sivertsen var því
mótfallinn að leggja út í skálabyggingu að svo
stöddu. Þeir Þorsteinn Árnason og Bjarni Jónsson
bentu á, að skúr, sem þeir hefðu athugað, væri fáan-
legur með sanngjörnu verði, eða fyrir kr. 200,00, ef
kaupin væru útkljáð næsta dag. Töldu þeir mögulegt
að flytja þenna skúr með litlum kostnaði, ef lóð