Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 24
22
gera, ef meðmælendur innsækjanda ábyrgðust skil-
víslega greiðslu á áminstum gjöldum. Verður tillaga
frá fjelagsstjórninni um þetta efni lögð fyrir fund-
inn.
Útgjöld við fjelagshaldið hafa á ár-
Fjál'málin. inu, sem leið, orðið nokkuð svip-
uð og árið þar á undan. Hefir þó
bæst við nýr liður, húsaleiga. Þá voru og keypt
nokkur húsgögn í skrifstofuna fyrir um 480,00 kr.
Ber vitanlega ekki að telja það með eyðslufje, því
það er varanleg eign. Minna fje hefir tapast við
brottrekstur en árið áður, og innheimtan gengið bet-
ur. Útistandandi skuldir liafa þó ekki lækkað nema
um 500 kr., svo að framförin er ekki ýkja mikil.
Vegna þess, hvað fjehirði hefir reynst erfitt að ná
inn gjöldunum, tók fjelagsstjórnin það ráð seinni-
part ársins, að tilnefna nokkra menn fjehirði til að-
stoðar. Ilafa þeir svo skift með sjer verkum þannig,
að fjelögum, sem skulda, er skift niöur í flokka, og
fær svo hver innheimtumaður sinn flokk. Bar þetta
allgóðan árangur í haust, og verður því haldið á-
fram. Eins og sjá má á reikningunum, er all mikið
fje í vörslu fjehirðis um áramótin. Stendur svo á
því, að innheimbumönnum þeim, sem áður eru
nefndir, vanst ekki tími til þess, að gjöra aðalfje-
hirði reikningsskil fyrr en eftir áramótin. Fjeð var
greitt, en ekki komið í sjóðbækurnar 81. des., og er
því talið í vörslu fjehirðis. Upp úr áramótunum var
svo fjeð afhent og lagt á vöxtu, eins og sjóðbæk-
urnar bera með sjer.
Þess má geta, að innheimtumaður sá (utanfje-