Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 131
129
algjörlega óreyndur maður, sem skorti svo átakan-
lega þekkingu á þessu sviði, að fyrirrennarí hans
varð að kenna honum einföldustu atriði vjelgæslunn-
ar, til þess að hann gæti tekið' stöðuna að sjer.
Það má segja, að fundist hafi allir hlutar ketilsins,
svo að hæg-t var að sjá, hvað sprengingin var yfir-
gripsmikil. Ytra byrðið vai1 tvístrað í 4 hluti. Reyk-
pípurnar voru rifnar úr plötunum og allar snúnar, og
styttur bálholsins allar slitnar. Þakplata bálholsins
hafði þrýstst niður, og bakveggurinn var algjörlega
böglaður saman. Aftari ketilbotn var rifinn frá ytra
borðinu og efri helmingur fremra ketilbotnsins.
Við prófun efnisins í katlinum kom í ljós, að það
hafði meiri styrkleika, en krafist var við smíði ket-
ilsins, bæði gagnvart togi og beygju, og var því ekki
hægt að kenna Ijelegu efni um slysið.
Nákvæm rannsókn á bakvegg bálholsins sýndi, að
breytingin, sem varð á efri hlutanum, hefir orðið víð
normalt hitastig (um 200°). Breytingin var því „köld
breyting"; öðru máli var að gegna um miðhlutann,
sem hægt var að sanna, að hefði orðið 400—600°
heitur. Rýrnun sú, sem af þessum ástæðum hefir
orðið á styrkleika efnisins, getur verið ástæðan til
þess, að skrúfstoðir voru slitnar úr plötunum á þessu
svæði, og þar sem efri ketilflöturinn sýnir, að því
verður ekki um kent, að vatn hafi vantað á ketilinn,
er álitið, að ketilsteinn sá, er var í bakplötunni, hafi
valdið yfirhitun á þeim stað. Allir hlutar bálholsins,
skrúfstoðir og skrúfingar þeirra voru þannig, að
veikasti hlutinn hafði þrefaldan styrkleika á við það,
sem krafist var, og skrúfingar sjöfaldan. Það er því
9