Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 63
61
játa, að það ljettir mikið undir með stjórninni, og
er þar með að vísu nokkuð unnið, en fyrir fjelags-
heildina er það, eins og áður er sagt, alveg ófull-
nægjandi. Það sáum við best í vetur, sem leið, að
mörg störf eru þannig vaxin, að við verðum að fá
aðstoðarmann, ef nokkuð á að verða ágengt.
Jeg ætla ekki að lýsa því nú, í hverju starfið á að
vera fólgið; til þess er ekki tími, enda hefir formað-
ur lýst því nokkuð í yfirlitsskýrslu sinni; er þess því
ekki heldur þörf. Jeg er þess einnig fullviss, að
stjórnin og fjelagarnir verða ekki í vandræðum með
að útvega verkefni; því þau eru mörg fyrir hendi og
mjög mikilvæg og þola enga bið.
Um kostnaðarhliðina er það að segja, að vitanlega
verður ekki hjá nokkrum útgjöldum komist, en jeg
er viss um það, að ef stjórnin, sem vitanlega
ræður mestu um vinnuaðferðir skrifstofumannsins,
lætur hann vinna á rjettum grundvelli, þá verður það
tekjuauki, en ekki tap fyrir fjelagið. Til dæmis er
mikil þörf á, að fjehirðir fái meiri aðstoð við inn-
heimtuna, en verið hefir; ársskýrslurnar tala sínu
máli um það. Við erum líka búnir að þrautreyna, að
það starf geta menn ekki haft í hjáverkum, og sú
reynsla hefir orðið okkur dýrkeypt. Og svo er um
mörg önnur málefni fjelagsins; þau krefjast mikils
tíma, og menn, sem eru öðrum störfum hlaðnir, geta
ekki sinnt þeim, svo vel fari.
Það mun verða leitað atkvæðis fundamanna um
það, hvort nú eigi að ráða fastan starfsmann eða
ekki. Þeir, sem vilja kyrstöðu og athafnaleysi í fje-
lagsmálum, þeir greiða atkvæði með því að hafa