Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 113
111
Ef til vill mun sumum þykja rangt að reikna með
þessu eldsneyti það, sem sagt er að fari til beitunar,
en jeg álít það fullkomlega rjett, þar eð með beitun
er reiknað alt það eldsneyti, sem þarf til þess að
halda aðalvjelinni heitri; er það, eins og allir sjá,
beinn kostnaður eða brensla til þess að koma skip-
inu áfram.
Ef nú þessi skip væru vöruflutningaskip, má einnig
taka tillit til þess, hve miklu minni þungi er í því
eldsneyti, sem mótorskipið þarf að flytja með sjer
yfir hafið. Tökum til dæmis, að skipin gengju hjer
við land og flyttu vörur að og frá landinu. Mótor-
skipið eyðir um 11 smálestum nhmii þunga af elds-
neyti á dag en eimskipið, á fullri ferð; gerum ráð
fyrir 6 daga siglingu hvora leið, og að skipin fari 12
ferðir á ári. Mótorskipið gæti þá flutt 6X11 smál.
meiri vörur hvora leið, og yrði það á ári 6X11X
2X12 = 1584 smálestir af þungavöru. Það mun ekki
of í lagt, að reikna burðargjald fyrir hverja smálest
kr. 60,00, og yrðu það þá kr. 95040,00, sem mótor-
skipið aflaði á ári á þennan hátt fram yfir eimskipið.
Jeg vona, að þetta nægi til þess að sýna mönnum,
hve afar mikla yfirburði Dieselvjelin hefir fram yfir
nútíðareimvjelar, og hve mikilsvert atriði þetta ei’,
þegar um samkepni í siglingum er að ræða. Þetta
hafa frændþjóðir vorar á Norðurlöndum sjeð á und-
an okkur, og set jeg hjer á eftir, því til sönnunar,
töflu um skip þau, er fullsmíðuð voru á skipasmíða-
stöðvum Norðurlanda árið 1930.