Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 27
25
undirvjelstjórum verið veitt yfirvjelstjóraskírteini,
einkum á línuskipum, en til þess er engin heimild í
lögum. Á þinginu í vetur var flutt eftirfarandi
breytingartillaga við lögin frá 1926 að tilhlutun
ráðuneytisins:
„Frumvarp
til laga um viðauka við lög nr. 14, 15. júní 1926, um
breyting á lögum nr. 43, 3. nóv. 1915, um atvinnu við vél-
gæslu á gufuskipum.
Frá meiri liluta sjávarútvegsnefndar.
1. gr.
Aftan við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein, syolátandi:
Loks er ráðuneytinu heimilt, meðan svo er, sem segir i
byrjun 1. málsgr. þessarar greinar, að veita mönnum, sem
fengið hafa undirvélstjóraskírteini samkvæmt 3. málsgr.
og sem hafa gegnt undirvélstjórn samlcvæmt slíkum skír-
teinum í eitt ár eða lengur, yfirvélstjóraskírteini á sams-
konar skipi um eitt ár í senn, enda hafi þeir vottorð frá
yfirvélstjóra þeim eða yfirvjelstjórum, sem þeir hafa unn-
ið með, að þeim hafi farizt vélstjórn vel úr liendi.
Undanþáguheimildir þessar gilda til ársloka 1932.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Greinargerð:
Frv. þetta er flutt eftir óslc atvinnumálaráðuneytisins, og
fylgdu því svohljóðandi athugasemdir:
„Enda þótt hér sé vélstjóraskóli starfandi, hefir enn ekki
tekizt að fá neitt nálægt því nóg af vélstjórum á fiskigufu-
skipaflota landsins. Hefir því orðið að nota í mjög mikl-
um mæli undanþáguheimildina í 3. málsgr. laga nr. 14,
15. júní 1926, um undirvélstjóra, en sú heimild hefir síður
en svo reynst nægilega víðtæk, þar eð iðulega heíir verið