Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 13
11
vitanlega deila um. En eitt getum við væntanlega
allir orðið sammála um, og það er það, að öllu, sem
kann að vera ógjört í þessa átt, beri oss skylda til
að vinna að í sameiningu, svo það megi komast í
framkvæmd sem fyrst.
Þessi tvö meginatriði í starfsemi vorri eru ávalt í
fullu gildi, þótt árin líði. Aðeins þarf að brevta til
um starfsaðferðir, eftir því sem kröfur tímans
heimta, og það verðurn við því að gjöra, uns tak-
markinu er náð. Hvað vantar nú á, að við höfum
náð þessu takmarki? Um fyrra atriðið er þaö að
segja, að enn vantar nokkuð á, að í öllum skipum
sjeu menn með fullum rjettindum. En það eru mikl-
ar líkur til, að það út af fyrir sig komist smám
saman í betra horf. En það, sem er ennþá alvarlegra,
er það, að full rjettindi manna virðast ekki vera
næg trygging fyrir því, að menn sjeu færír um að
gegna stöðu sinni.
Eins og mörgum fjelagsmönnum er kunnugt, l?á
hafa æði oft heyrst háværar raddir um það, að þessi
og þessi vjelstjóri væri ekki hæfur í stöðu sína, þrátt
fyrir full rjettindi, og hafa oft risið alvarlegar deil-
ur út af því milli einstaklinga og fjelaga, og ýmsum
veitt betur, eins og gengur. En heildarútkoma þess-
ara mála er sú, að vjelstjórastjettin er borin þeim
sökum, að mikill hluti hennar sje miður dugandi í
stöðu sinni.
Því miður eru allmargar af þessum aðfinnslum á
rökum bygðar, en sem betur fer eru þó hinar fleiri,
sem það verður ekki sagt um, ef tekið er tillit til
allrar aðstöðu. Allir geta nú sjeð, hvílíkt alvöru-