Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 121
119
Við endurnýjun á kolaburstum er þess að gæta, að
jafnan sje notað sama merki, eða sú tegund, sem
best hefir reynst. Við notkunina kemur það fljótlega
í ljós, að ljelegir burstar valda neistun. Innsetning á
nýjum burstum er framkvæmd þannig, að slitflötur-
inn er sorfinn með þjöl, íhvolfur sem næst því, sem
hann á að vera. Burstinn er því næst látinn í haldar-
ann. Milli hans og straumvendisins er rent gler-
pappír, og snýr glerið að kolinu. Sje pappírinn nú
dreginn nokkrum sinnum fram og aftur, jafnast
burstaflöturinn við það, og fellur þá eins nákvæm-
lega að straumvendinum og verið getur.
Að lokum skal það tekið fram, að jafnaðarlega
þarf að athuga samsetningar akkerisspólanna við
geirana og sömuleiðis eirflj etturnar við burstana.
Lauslegt samband við akkerisspólurnar veldur því,
að ljósin daprast, eða jafnvel að straumurinn rofnar
alveg. Skemdar burstaflj ettur geta jafnvel orðið
glóðheitar. Verður þá ekki hjá því komist, að endur-
nýja þær. Til þess að hlífa áður nefndum fljettum
eða snúrum við snertingu, má draga á þær glerperl-
ur; hefir það gefist vel. Öðru hvoru þarf að skoða
k 1 e m m s k r ú f u r allar og rær, bæði á vjelinni og
tilheyrandi tækjum. Snertitappa og fleti á mót-
stöðum skal hreinsa með fíngerðu smergelljerefti,
og brunastaðir eftir skammhlaupsneista sjeu jafnaðir
með þjöl.
Sjeu vjelamar skoðaðar með ákveðnu millibili og
farið eftir þeim reglum, sem nefndar hafa verið hjer
að framan, ætti ekki að bera mikið á truflunum.
Sjór, raki og mikill hiti í vjelarúmi og fai'mrúmum