Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 40
88
500,00 kr., svo sem minningargjöf. Er það meðf’’am
gjört í þeim tilgangi, að ekkjan geti betur staðið
straum af nauðsynlegustu útgjöldum við jarðarför-
ina. Verðum við að álíta, að þetta sje vel ráðið, því
í öllum tilfellum, sem enn hefir verið um að ræða,
hefir verið þröngt í búi, og gjöf þessi því kærkomin.
Einn af fjelögum okkar, Guðm. Kr. Kristjánsson,
varð veikur á árinu, sem leið, og þurfti að dvelja á
sjúkrahúsi langan tíma. Var hann fjelítill og fór
þess á leit að fá bráðabirgðalán úr styrktarsjóði.
Vegna þess, að hann var í all mikilli skuld við fje-
lagið, settum við það að skilyrði fyrir láninu, að
hann greiddi fyrst skuld sína. Fjekk hann svo lánið,
1000,00 kr., og Ijet að veði skuldabrjef í húsi sínu.
Nokkru seinna skipaðist svo um hagi þessa fjelaga,
að eigendaskifti urðu að húsinu, Skuldabrjefið var
innleyst, og sjóðurinn fjekk fje sitt að fullu greitt,
En Guðm. er nú fullgildur fjelagi.
Eftir lát þeirra P. Guðm. og E. Eiríkssonar tók
fjelagsstjórnin að kynna sjer ástæður heimila
þeirra. Eins og kunnugt er, rjeðst Pjetur heit.
Guðm. í það fyrir nokkrum árum, að stofna verk-
stæði með sonum sínum. Gekk verkstæðið sæmilega,
meðan hans naut við. I haust var það þó í nokkurri
fjárþröng, með því að á því hvíldi víxillán, að upp-
hæð um 1800,00 kr., sem greiða þurfti. Við litum
svo á, að miklu máli skifti, að verkstæðið gæti
haldið áfram, svo að ekkjan gæti framvegis haft
lífsframfæri af tekjum þess. Og með því að synir
Pjeturs heit. voru einhuga um að halda verkstæðinu
áfram, rjeðumst við í að lána verkstæðinu þessar