Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 16
14
Allmörgum v jelstjórum var það mikið áhugamál, að
líkt fyrii-komulag kæmist á í fiskiflotanum, og vildu,
að menn, sem ætluðu að gjöra vjelgæslu að lífsstarfi
sínu, ættu þess kost, að verða aðstoðarmenn við vjel-
arnar, svo þeir yrðu síðan færari um að takast starf-
ið á hendur. Um eitt skeið voru góðar horfur á því,
að þetta næði fram að ganga. En svo ógiftusamlega
tókst til, að þáverandi ráðamenn stéttarinnar lögðu
enga áherslu á þetta mikla velferðarmál hennar, og
því er komið, sem komið er. Hefði þessari stefnu ver-
ið haldið fast fram, hefði hún sigrað, og oss hefði
þá ekki nú verið borið það á brýn, að eigi væru til
nema ónothæfir menn. Sökin liggur því hjá oss sjálf-
um að miklu leyti og þar næst hjá útgerðarmönnum,
sem alla tíð hafa verið oss allerfiðir viðfangs, þegar
rætt hefir verið um vjelstjórastarfið og þýðingu
þess fyrir útveginn.
Þeim mönnum, sem lengst hafa starfað á fiski-
skipum og láta sig nokkru skifta heill stjettar sinn-
ar, var og er það fullkomlega ljóst, að það fyrir-
komulag, sem hefir skapast þar, er óhafandi og leiðir
til algjörlegrar niðurlægingar fyrir stjett vora, ef
ekki er tekið i taumana, svo um munar, áður en það
er um seinan.
Aðstaða vjelstjóranna á fiskiskipunum er sem sje
sú, að þeim er gjört nær því ókleift að leysa starf
sitt vel af hendi, þar eð þeir fá ekki mannafla eða
tíma til þess, og þar eð þeim er ekki heldur gefinn
kostur á því, að vinna með sjer hæfari mönnum, áð-
ur en þeir takast sjálfir starfið á hendur. Hvernig
geta menn búist við öðrum eða betri árangri, en