Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 18
16
sje þannig, að þeir verði ekki fráhverfir starfinu; en
auk þess er það mikið menningaratriði. Jeg vil aðeins
minnast á það, sem er mest aðkallandi, og það eru
íbúðir vjelstjóra í fiskiskipum. Verður það ófögur lýs-
ing, ef farið er að segja frá þeim sumum, því þær eru
alt í senn: of litlar, dimmar, rakafullar, loftlitlar og
lekar, og hreinlæti er þar mjög ábótavant; auk þessa
eru þær samliggjandi við matskála skipverja, og er
þar því aldrei friður, hvorki nótt nje dag, og legg-
ur megnan óþef frá skálanum inn í þessar óþverra-
holur, sem vjelstjóramir eru látnir búa í. Hvað finst
mönnum nú vanta á, að þetta ástand sje með öllu
óþolandi og fram úr hófi langt 'éi eftir kröfum tím-
ans? Mjer finst það ekki vansalaust fyrir ráðandi
menn stj ettarinnar, að þeir skuli ekki hafa gjört til-
raunir til að fá þetta lagfært. Og hvers vegna ætti
ekki að vinna að því, að bæta híbýli manna á sjó jafnt
og landi? Það er líka óhætt að fullyrða, að þetta
ástand hefir fælt og mun enn fæla margan dugandi
mann frá því, að starfa að staðaldri á fiskiskipum,
og er stjórnendum fjelags vors ef til vill ekki
ókunnugt, hvað gerst hefir í því efni, En þeir, sem
hafa þraukað lengst á fiskiskipunum, hafa allir orðið
að flýja þaðan fyr eða síðar vegna vondrar líðanar,
og margir hafa orðið þar heilsulitlir eftir nokkurra
ára starf.
Jeg hefi nú minst lítið eitt á tvö meginatriði í
starfsemi vorri, er jeg álít, að sjeu þess verð, að
þeim sje gaumur gefinn, og athuguð vel; verða menn
að reyna í sameiningu að vinna að því, að fá þessu,
sem hjer ræðir um, smásaman breytt oss í hag, og