Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 136
134
þess að knýja vikavjelar. En í rúmsjó nægir ljós-
vjel L. Þ. túrbínunnar til hvorstveggja.
Milli olíuhreinsarans (D) og túrbínunnar er feldur
skiftiloki, sem hreyfður er með olíuþrýstingi. Loka
þennan má stilla þannig, að glateimur aðalvjelarinn-
ar fari ýmist til eimsvalans rakleitt eða í túrbínuna
og þaðan til eimsvalans. Við stjórntök eða gang-
breytingar hreyfist skiftilokinn sjálfkrafa (auto-
matisk) í þá stöðu, að glateimur aðalvjelarinnar fer
rakleitt til eimsvalans, en á sama tíma slítur gang-
ráðui túrbínunnar raforkuyfirhitarann úr tengslum,
en hleypir eimi frá kötlunum með minkuðum þrýst-
ingi inn í túrbínuna. Við stjórntök er því raforku-
yfirhitarinn ávalt úr tengslum, svo að straumorka
túrbínuljósvjelarinnar fer eingöngu til ljósa og til
þess að knýja vikavjelarnar. I rúmsjó og í venjuleg-
um gangi er þessu skift til baka, þannig að túrbínan
gengur fyrir glateim frá aðalvjel og framleiðir raf-
orku til vikavjela, Ijósa og hitunar.
Þó eigi sje hægt að segja,að nokkuð af þessum
vjelum, sem þarna er um að ræða, sje nýjung í skip-
um, nema ef til vill raforkuvfirhitarinn, þá hefii' sam-
stilling þeirra (kerfið) vakið mikla athygli, og um
það verið i'itað með aðdáun í teknisk blöð nágranna-
landanna. Árangurinn að því er eldneytis-sparnað
snertir er, að því er virðist, einstæður, og má því
vænta, að þetta sje stórt skref fram á leið í eim-
vjelasmíði, en þær hafa, eins og kunnugt er, mjög
lækkað í áliti um skeið vegna olíuhreyflanna.
(Að efni til að mestu eftir grein í „Maskinbefalsför-
bundets Tidskri ft“). H. J.