Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 70
68
leitað álits vors fyrir fram, hefði frumvarpið orðið
svo úr garði gert, að vjer hefðum ekki þurft að
hefjast handa.
í iögunum frá 1926 er svo tiltekið, að meðan vönt-
un sje á mönnum, sem tekið hafi vjelstjórapróf, sje
ráðuneytinu heimilt að veita efnilegum kyndurum
undirvjelstjóraskírteini á fiskigufuskipum með
minna en 900 hestafla vjel, þó aðeins til eins árs í
senn, og skuli beiðnum um slíkt fylgja meðmæli frá
yfirvjelstjóra, sem kyndarinn hafi unnið með.
Með frumvarpi því, sem hjer liggur fyrir, er ætl-
ast til þess, að heimild þessi verði rýmkuð svo, að
stjórninni verði heimilað að veita kyndurum, sem
hafa fengið undirvjelstjóraskírteini samkvæmt lög-
unum frá 1926, yíirvjelstjóraskírteini um árstíma í
senn, ef þeir hafa meðmæli frá yfirvjelstjóra þeim,
sem þeir hafa unnið með.
1 greinargerð frumvarpsins ber stjórnin það fyr-
ir sig, að enda þótt vjelstjóraskóli sje starfandi,
hafi enn ekki tekist að fá nálægt því nóg af vjel-
stjórum á fiskigufuskipaflota landsins, og að hún
því hafi neyðst til þess um mörg undanfaiin ár að
leyfa, að menn, sem ekki fullnægja hinum settu próf-
skilyrðum, gegndu yfirvjelstjórn á ýmsum skipanna,
og telur, að þetta sje óhætt, þar sem það hafi ekki
komið að sök. Það tekur hún og fram, að hún hafi
hingað til veitt þessar undanþágur, enda þótt laga-
heimild brysti, en þyki hú rjett að geta komið fyrir
sig fótunum í þessu efni á grundvelli lagafyrirmælis.
Því skal ekki neitað, að rjett sje, að stjórnin hafi
fyrir því lagaheimild, ef á annað borð á að veita