Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Qupperneq 36
34
þessum í fast horf, svo að allir hlutaðeigendur megi við
una, og viti, hvcrn veg vinna skuli eftir. Er mjer ekkert
fúsara, en að vinna af alefli að því, að undanþáguveit-
ingunum sje haldið innan skynsamlegra takmarka og
helst alveg útrýmt, ef unt er, enda er yður það fullljóst,
ao jeg einn, af öllum þeim, sem með þetta mál hafa
farið, hefi viljað halda þeim innan svo skynsamlegra tak-
marka, að veita enga aðra undanþágu á þessu sviði en
þjóðernisundanþágu. Vœri óneitanlega margt öðruvísi og
betra um stjettina, ef þeirri stefnu hefði verið fylgt frá
upphafi. Hinu verður ekki neitað, að öll önnur úrrœði
verður að hafa i máli þessu, en þau, að láta skip hvíla
sig í höfn með allri áhöfn um veiðitímann fyrir vöntun
þessara manna.
Nemendur skólans, sem út koma í vor, geta ckki bœtt
úr þessu atriði, enda miklu óskynsamlegra að ætla sjcr
að veita þeim undanþágu frá nauðsynlegum sigiingar-
tíma, en að endurveita manni leyfið, sem siglt hefir árum
saman á skipinu og numið að mestu allan lærdóminn,
verklegan og bóklegan.
Jog vænti enn að fá svar yðar í máli þessu hið bráð-
asta, ekki einasta til þess að fá þetta sjerstaka mál leyst,
heldur og hvern veg þjer ætlist til að þessu verði skipað
framvegis, því það eitt er víst, að enn sem komið er, er
ckki komist að fullu framhjá undanþágunum á einn cða
annan hátt.
Eins og málinu nú er komið, sje jeg mjer ekki annað
fært, en að taka það upp á ný við ráðunevtið, og senda
því afrit af skrifum þeim, sem á milli vor hafa farið.
Virðingarfylst,.
Gísli Jónsson.
Til Vjeistjórafjelags íslands, Reykjavík.