Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Side 123
121
um. Verði eig’i hjá því komist að nota vjelina, skal
setja geira þá, sem neistana mynduðu, í samband
með þræði. Við þessháttar lóðningar má einungis
nota ióðfeiti, en ekki sýrur.
Fyrir getur það komið, að rafsegulmagnið sje of
lítið. Sje þetta ástæðan, má snerta klemmiskrúfurnar
á vjel þeirrí, sem í gang á að fara, með straumfær-
andi þræði, eða leggja stillimótstöðuna svo langt út,
að allur straumurinn renni um rafsegulspóluna.
Ennfremur er ráðlegt að skoða samsetningar við
akkeri og segulpóla, svo og burstabrúna, burstahald-
ara og bursta. Segulmagnið verður einnig veikt, sje
straumleki eða skammhlaup í spólunum af gallaðri
einangrun eða þ. u. 1.
III. Víðkvæmasti hluti rafmagnsvjelarinnar er
straumvendirinn, því við hann koma fram ýmsar
truflanir, sem ávalt orsaka neistun við burstana.
Skal þeim stuttlega lýst:
a) Föst eða fljótandi óhreinindi.
b) Illa feldir burstar.
c) Burstarnir hristast, hoppa á straumvendinum,
af því hann er ójafn. Sje hann ekki sorfinn eða
rendur, ágerist gallinn.
d) Burstabrúin situr ekki rjett eftir merkjum.
Hafa þá burstahaldaramir ekki rjetta stöðu.
Fjai'lægð burstanna verður að svara nákvæm-
lega til fjarlægðar segulpólanna.
e) Einangrunin milli flísanna í straumvendinum er
of há. Þegar svo stendur á, verður að sverfa af
straumvendinum og skafa upp einangrunina Vl
til V2 mm. Má til þess nota sagarblað eða þar til