Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1931, Síða 85
83
eða vináttu, og' hafi því komið ójafnt niður, en eigi
verið eftir verðleikum.
Þetta er mein, sem verður að græða sem fyrst, ef
unt er, því það er hverjum ljóst, að slík hugsun
meðal meðlimanna er böl fyrir allan félagsskapinn
og starfsemi hans. Vjer höfum mikið athugað þetta
atriði og álítum, að erfiðasta atriðið í öllum styrkt-
armálunum sje einmitt þetta, því ef slíkur misskiln-
ingur fær að þróast í næði, geta afleiðingar hans orð-
ið til óbætanlegs tjóns fyrir fjelagsskapinn.
Að lokum höfum vjer orðið sammála um að kveðja
5 manna nefnd til aðstoðar stjórninni í styrktar-
málunum, með þeim ákvæðum, er greinin setur, og
erum vjer alveg vissir um, að slík nefnd er til mik-
illa bóta, ekki eingöngu í því efni, að fyrirbyggja
misskilning, heldur einnig að því leyti, að hún ynni
ýmis störf í þágu styrktarmálanna, sem að öðrum
kosti mundu óunnin. Vjer leyfum oss því að skora
á háttvirtan aðalfund, að samþykkja þessa grein án
verulegra breytinga.
í 8. gr. er það nýmæli tekið upp, að styrkja ung-
menni til náms eftir 14 ára aldur. Gert er ráð fyrir,
að styrkur sá geti orðið tvenskonar, það er að segja
bæði styrkur, sem ekki er afturkræfur, og svo lán,
sem veita má námsfólki gegn tryggingu. Vjer höf-
um ekki viljað setja nein föst ákvæði um það lán, af
því að vjer álítum bezt, að stjórn og styrktarmála-
uefnd hafi frjálsar hendur í því efni; ástæður og
atvik eru svo margvísleg, og haga verður láninu eftir
því í það og það skiftið.
6