Saga - 1955, Page 3
* >
Skuldaskipti Arna biskups Olafssonar
og Eiríks konungs af Pommern.
í Skírni 1948, bls. 67—99, hefur Ólafur pró-
fessor Lárusson skilmerkilega rakið það, sem
vitað verður um Árna Skálholtsbiskup Ólafs-
son. Hafði biskup þessi umboð konungs yfir
öllu landinu sjö ára tíma, árin 1414—1420, að
því er virðist. Getur biskups síðast í bréfi einu
gefnu út í Danmörk 22. júní 1420.J) Viður-
kennir biskup þar, að hann skuldi konungi þrjú
þúsund „gode fullvegtige gamle engelske no-
bile“. Síðar segir í bréfinu, að konungur megi
„utkrefja og annamme“ fjárhæð þessa „i þann
reikningskap, sem ver honum þligtige ere, af
þvi at ver hafum haft hans nades umbode i Is-
landi, fylgt og upboret hans inngjöldum og
krononne fc Noregi med allom kongligum ret i
sjau ár“. Fjárhæðin var áætluð jafngildi 3000
gamalla nóbíla. Biskup virðist því ekki hafa
gert nokkur fullnaðarreikningsskil, þegar hér
var komið. Skuldin má því hafa verið eitthvað
hærri eða lægri.
Er þá fyrst athugandi, hverju þessi áætlaða
skuld muni hafa numið, talin til verðmæta, er
vér nú þekkjum. Enskir nóbílar voru gullmynt,
og er sagt, að tvær tegundir myntar þessarar
hafi verið mótaðar. Jafngilti önnur þeirra
1) ísl. fornbrs. IV. 279-280.