Saga - 1955, Page 5
81
Ein dönsk silfurkróna er 7,5 grömm að
þyngd.1)
18000 danskar silfurkrónur gera þá 135.000
grömm.
> Ef ein forn mörk silfurs er talin 216 grömm,
svo sem sumir gera, þá verður einn eyrir silf-
urs 27 grömm.
135.000 grömm : 27 gera þá 5000 aura silf-
urs.
Um 1400 jafngilti eyrir silfurs 6 aurum vað-
mála, en kýrverð er talið 20 aurar vað-
mála.
31/3 eyrir silfurs hefur þá jafngilt 20 aurum
vaðmála.
Kýrverðatalan verður þá 5000 : 31/3, eða
1500.
Skuldin öll er þá áætluð 1500 kýrverð, eins
*“ og kýrverð hefur þá verið reiknað, að minnsta
kosti í opinberum gjöldum, að því er ætla má.
En skuldin hefur verið áætluð nema 750 kýr-
verðum meira, ef reiknað hefur verið með hálf-
punds nóbílum, eða alls 2250 kýrverðum.
Ef kýrverðatölunni er jafnað á sjö ár, þá
koma hér um bil 211* eða 321 kýrverð á hvert ár.
Á íslandi hafa gjöldin sjálfsagt ekki goldizt
almennt í silfri, heldur í landaurum (vaðmál-
um, búfé, t. d. háar sektir, ull, skreið 0. s. frv.).
Vér vitum ekki um skyldu umboðsmanna kon-
ungs til þess að koma gjöldum þessum í gjald-
genga mynt eða ómótað silfur eða jafnvel gull.
1 En eðlilegt var það, að Árni biskup yrði að
nema mundi 1% eða 2% kýrverðum í heildarreikningi
kýrverðanna.
1) Myntlög 23. maí 1873, 5. gr.
Saga - 6