Saga - 1955, Blaðsíða 6
4
82
skuldbinda sig til greiðslu í almennt tækri góðri
mynt, með því að hann var kominn í mikil van-
skil.
1 öðru lagi er það athugandi, hvort ráða megi
nokkuð af skuldarviðurkenningu Árna biskups
um tekjur konungs af landinu þessi sjö ár, sem
Árni biskup fór með umboð hans á íslandi. i
Ljóst er, að viðurkenningin veitir enga fræðslu
um heildargjaldhæðina, er Árni biskup hefur
átt að heimta, með því að alla vitneskju brest-
ur um umboðslaun hans. En um hreinar tekjur
er tvennt til. Ef biskup hefur ekkert af hendi
greitt öll þessi sjö ár, þá hafa hreinu tekjumar
verið áætlaðar fjárhæðir, sem samsvara 214-
eða 821 kýrverði að meðaltali á ári. 1311 var
skattbændatalan á landinu rúmlega 3800,x) og
skattur hefur þá numið nálægt 317 hundruð-
um. En í umboðstíð Árna biskups hefur skatt-
bændatalan sjálfsagt verið allmiklu lægri en um
1311, því að svo skammt var liðið síðan svarta-
dauða. Skatthæðin hefur því sennilega verið
allmiklu lægri þá en 1311. En ekki verður senni-
legt talið, að biskup hafi aldrei þessi ár innt
nokkra greiðslu af hendi til konungs af umboði
sínu. Orð bréfsins skera ekki ótvírætt úr þessu.
Biskup lofar að greiða gjaldið „í þann reikn-
ingsskap“, er hann sé skyldur að gera, með því
að hann hafi „fylgt og uppborið“ „inngjöldum"
krónunnar í Noregi sjö ár. Og þó að biskup hafi
sýnilega ekki gert grein fyrir gjöldum af land-
inu, þá verður ekki þar af leitt, að hann hafi
aldrei þessi sjö ár goldið neitt af hendi. En,
eins og sagt var, verður naumast nokkuð full-
1) Sbr. Saín til sögu íslands IV., bls. 308 (BMÓ).
i