Saga - 1955, Page 8
Maríukirkja og Valþjófsstaðarhurðin.
Hugmyndir og staðreyndir.
Að Valþjófsstað í Fljótsdal stóð lengi vel tré-
kirkja. Með fullri vissu eru heimildir til um
það frá því í Vilkinsmáldaga, sem Fornbréfa-
safnið setur til ársins 1397, til ársins 1734. Ein-
hvern tíma á árabilinu 1734 til 1748, líklega
um 1743—44, er gamla trékirkjan felld ofan,
en torfkirkja reist í hennar stað, er stóð til árs-
ins 1846. Þá er aftur reist trékirkja á staðn-
um. Fyrir þessum kirkjum var hurð sú, er nú
er geymd í Þjóðminjasafni. Hún er einn merk-
asti forngripur þessarar þjóðar, en við hana
eru tengd mörg samtvinnuð vandamál, sem
nauðsyn ber til að greiða úr. Er ritgerð þessi
tilraun í þá átt.
Um hurðina hefur margt verið rætt og rit-
að, og finnst skilmerkilegt og greinargott yfir-
lit þess í bók Anders Bæksteds: Islands Rune-
indskrifter, Bibliotheca Arnamagnæana, Vol.
II, Kbhvn 1942, og riti dr. juris Björns Þórðar-
sonar: Síðasti Goðinn, Rvík 1950.
Hurðina má rekja óslitið sem kirkjuhurð frá
árinu 1641 til ársins 1851, eða samfleytt í 210
ár. Það eitt gefur nægilegt tilefni þess að virða
gerð kirkjuhúsanna nánar fyrir sér til þess að
fá fram afstöðu húss og hurðar á þeim tíma.
Ef til vill mætti eftir þeirri leið fá einhverja