Saga - 1955, Síða 12
88
nánd höfninni" (Hraunhöfn).10) Þeir, sem nota
máldagasöfnin, hafa allir rekizt á það, að marg-
ar hálfkirkjur eru þar ekki nefndar með nafni,
þótt þær komi sumar fram nafngreindar í öðr-
um gögnum. Til dæmis er sagt, að Reykjahlíðar-
kirkju fylgi hálfkirkja og tvö bænhús.11) Hálf-
kirkja sú kemur hvergi fram, að því er ég bezt
veit, nema e. t. v. í hinu fróðlega kæruskjali
Kolbeins á Grænavatni.12) Gæti þetta atriði
stafað af þeim ruglingi, sem virðist ríkja í notk-
un orðanna: bænhús, fjórðungskirkja, hálf-
kirkja og kirkja. Sá ruglingur mun að ein-
hverju leyti stafa af því, að bænhús áttu sömu
þyrmsl sem kirkjur.13) Má ráðgera, að þær
hálfkirkjur sumar, sem koma eigi fram í mál-
dagasöfnunum, hafi í raun réttri verið bæn-
hús, sem gröftur hafði verið leyfður að, auk
annarra réttinda, sem gera þau að raunveru-
legum kirkjum í augum almennings.
Nú eru allar menjar bænhússins að Valþjófs-
stöðum horfnar. í bréfi dagsettu hinn 15. júní
1952 segir sira Páll Þorleifsson svo: „ . . . um
bæna eða kirkjuhús að Valþj.st. lifa engar sér-
stakar sagnir, en tveir menn hafa heyrt, að
slíkt hús hafi verið þar; eru það þeir Jón Þ.
Jónsson, Ásmundarstöðum, en móðir hans Hild-
ur, nýdáin fjörgömul, var afar minnug. Hinn
maðurinn var Helgi í Leirhöfn, bróðir Jóhanns
ættfræðings. Engin bein hafa komið upp á
Valþj.st., en bóndi þaðan hefur sagt mér, að í
túninu þar hefði mátt sjá tóft og garðbrot í
kring, sem gæti bent til rústa eftir kirkju og
kirkjugarð. Úr þessu hefur verið sléttað án þess
nokkur leit hafi þar verið gerð að beinum. Þetta
eru nú fátæklegar upplýsingar, en ég held, að