Saga - 1955, Qupperneq 13
89
ekki sé hægt að fá neitt frekar fram hér um
slóðir. —“ Sbr. þó bréf Halldórs Stefánssonar.
Framanritað mál gæti stutt þá skoðun, að
kirkjubruni þessi árið 1361 hafi orðið að Val-
þjófsstöðum í Núpasveit. Frekar munu munkar
á Möðruvöllum hafa gaumgæft það, er gerðist
á hagsmunasvæði þeirra í Norðurlandi en í
Austfjörðum, sem eru svo miklu fjær. Þar við
bætist, að það er einkennilegt, að bruni höfuð-
kirkju í Austfjörðum skuli ekki koma fram í
Skálholtsannálum, sem eru áreiðanlegir um
þennan tíma.
Til frekari áréttingar við framanritað skal
á það bent, að samkvæmt Vilkinsmáldaga 1397
var kirkjan að Valþjófsstað í Fljótsdal óvenju
auðug að öllu, sem kirkju mátti prýða.14) Að
vísu er máldaginn í Fornbréfasafninu prent-
aður eftir transskriptarbréfi frá árinu 1441,
en samhljóða eða því sem næst stólseftirritun-
um frá 17. öld að máldagabók Vilkins, sem
geymd eru í Biskupsskjalasafninu. Máldaginn
er ekki frummáldagi, eins og hann liggur fyrir.
Við sjálfan frummáldagann hefur verið bætt
ýmsum liðum við seinni tækifæri. Auk þess
segir í upphafi hans, að kirkjan eigi heimaland
allt. Nú segir í Gottskálksannál, að árið 1306
hafi Valþjófsstaður orðið ,staður‘, þ. e. a. s.
,beneficium‘, en áður var þar hálflendi (hálf-
landi, hálfkirkja).15) Fróðlegt hefði verið að
vita, með hvaða hætti þetta varð. Ef til vill gætu
hér verið einhverjar eftirhreytur Staðamála á
dögum Árna biskups Helgasonar. Heimild aðra
um þetta mál er ekki að finna, nema ske kynni,
að orðin í Konungsannál 1305: „Gefnir staðir
prestum í Skálaholtsbyskupsdæmi", eigi við