Saga - 1955, Page 14
90
þetta.16) Ástæða virðist engin vera til að rengja
heimildina í Gottslcálksannál. Máldaginn, eins og
hann nú er, tekur þá yfir árabilið 1306 til 1441.
Hitt er öllu torsóttara að greina hina einstöku
liði eftir aldri, en það er varla hugsanlegt, að
öllum þeim gripum, er í máldaganum greinir,
hafi verið bjargað úr bruna. Því ólíklegra er
þá það, að bændur í Fljótsdal og kirkjan hafi
haft bolmagn til að búa hana svo mörgum góð-
um gripum, sem margir voru enn við lýði um
miðja 18. öld,17) auk þess að reisa kirkjuna frá
grunni á 36 til 80 árum. 1 heimild, sem virðist
frá dögum Stefáns biskups Jónssonar eða frá
árabilinu 1491—1518, kemur það fram, að
kirkjuhúsið er þá metið á 60 hundruð, en þótti
bresta á 20 hundruð, að það væri vel stand-
andi.18) Þá hefur það verið tréhús, sem sést af
matsverðinu, en það virðist það einnig hafa
verið eftir Vilkinsmáldaga, því þar er talað um
„hvora stúku“, og að sira Jón Ólafsson hafi
lagt til 20 hundruð til uppgerðar kirkjunni.19)
Að vísu er merking orðsins: stúka, nokkuð á
reiki, og benda má á, að tillag sira Jóns kunni
að hafa verið innt af hendi á árabilinu 1350—
1370. Gæti hið síðarnefnda stutt skoðunina um
bruna. En það brýtur ekki í bága við notkun
orðsins: uppgerð, að túlka það með: viðgerð.
Sú kirkja virðist standa, með miklum viðgerð-
um þó, þangað til að torfkirkja er reist á ára-
bilinu 1734—48. í úttektargjörðinni frá árinu
1734 kemur matsverð kirkjunnar fram mjög ná-
lægt því, sem var á dögum Stefáns biskups Jóns-
sonar.
Hér skal tekið samanburðardæmi af mörg-
um kirkjubrunum. Kirkjan í Haukadal brann