Saga - 1955, Síða 19
95
sem það hefði verið vel manngengt. Þorgrímur
Austmaður gekk upp á útbrotaþekjuna, en
Gunnar sá hann út um gluggann og rak atgeir-
inn í hann miðjan. Þorgrímur hafði þá verið
kominn upp á útbrotaþekjuna. En gluggi í lóð-
réttu þili veitir góða aðstöðu til að beita lag-
vopni, — betri en skáhallur gluggi undir hliðar-
ás. Því næst hófst sókn og vörn, og er auðséð,
að Gunnar hafðist við eftir sem áður í loftinu og
notar gluggana sem skotraufir. Þá sagði Gunn-
ar: „Ör liggur þar úti á veggnum". Nú var bú-
ið að segja, að skálinn hafði verið úr viði ein-
um, og tekið fram til frekari áherzlu, að hann
væri súðþakinn. Hins vegar virðist líka sýni-
legt af frásögninni, að slíkt muni hafa verið
óalgengt. Veggurinn, samkvæmt framsetning-
unni hér, ætti þá að vera útbrotaþekjan, saman-
ber síðar: „tók ör, er lá á þekjunni". Gunnar
hafði fullkomna varnaraðstöðu. Til þess að
hægt verði að sækja að honum, varð að rjúfa
skarð í vígið, svo vopn fengju bitið hann. Mörð-
ur sá kaðla, sem notaðir voru til að festa með
hús og þá líklega í stórviðrum. Þetta gæti stutt
þá skoðun, að húsið væri með útbrotagerð og
því nokkuð hátt, en allt úr tré.30) Kaðlarnir
voru festir í mæniás á meðan athygli Gunnars
var beint annað, og þakinu svipt af, a. m. k. á
kafla. Því fann hann það of seint, en hins vegar
hafði hann enn skjól af efri veggjum til varnar.
Því hljóp Þorbrandur Þorleiksson upp á neðri
þekjuna, sem enn stóð óhögguð, en var drep-
inn. Og fór einnig svo fyrir Ásbrandi. Og „féll
hann út af vegginum", þ. e. a. s. útbrotaþekjunni.
Eldhúsið, þ. e. skálinn, í Krossavík var 35
faðmar á lengd, fjórtán álnir á hæð, en aðrar