Saga - 1955, Síða 20
96
fjórtán á breidd. Engin var furða, að Bjarni
Skegg-Broddason fengi viðurnefnið: húslang-
ur. Broddi Þórisson færði skálann hinn mikla
og reisti hann aftur að Hofi, 25 faðma á lengd,
þrettán álnir á hæð og breidd.31)
Eldhús þeirra Gísla og Þorkels Súrssona var
tírætt (álna) að lengd, en tíu faðma breitt.32)
En stofan á Flugumýri var 26 álnir á lengd og
12 álnir á breidd.33)
Hús þessi, sem sum eru hin furðulegustu,
hafa e. t. v. verið með framangreindri stafa-
útbrotagerð. Meðal annars sparar gerð þessi,
þótt margbrotnari sé en sú venjulega gerð að
byggju fræðimanna, verulega við, en ekki vinnu,
enda verður þekjan léttari.
Hofið á Kjalarnesi í Kjalnesingasögu:
„hundrað fóta langt, en sextugt á breidd“, —
„gert af innar kringlótt svá sem húfa væri“, —
„allt tjaldat ok gluggat“,34) minnir ótrúlega á
ferningslaga stafkirkju með „aþsis“. En heim-
ild þessi er reyndar frá fyrra hluta 14. aldar.
í sambandi við breidd hofsins og hinna hús-
anna skal þess getið, að enginn trébiti lengri
en um 22 fet ber sjálfan sig uppi án þess að
svigna.
Að lokum skal í þessum útúrdúr aðeins drep-
ið á íkveikjutilraun Klaufa Þorvaldssonar. Hon-
um líkaði eins og fleirum kirkjugjörð Þorvarðs
Spak-Böðvarssonar í Ási stórilla, og fór til um
nótt og vildi brenna kirkjuna. Þá sýndist hon-
um ok liðsmönnum hans „sem eldr fyki út um
alla gluggana á kirkjunni". Þetta gæti bent til
hás miðskips, hákirkju, úr tré, með gluggum,
þótt útveggir kunni að hafa verið úr torfi.35)
Það virðist vera almenn skoðun, að timbur-