Saga - 1955, Síða 21
97
hús endist ekki nema lítið á annað hundrað ár.
En sú skoðun er arfur eymdar- og volæðistíma
átjándu aldarinnar og fyrra hluta þeirrar
nítjándu. Tréhús, sem vel er vandað til í upp-
hafi og síðan haldið við, getur staðið óra lengi.
Má þar minna á Auðunnarstofu á Hólum og er-
lendar hliðstæður. Auk þess má á stöku stað í
fornritum finna ábendingar um aldur og end-
ingu húsa. Má t. d. benda á Þórðar sögu hreðu,
eldri gerð: „Hann smíðaði skála at Hrafnagili,
þann er enn stendur í dag, ok mörg stór hús
önnur á íslandi, þau er eftir eru velstand-
andi.“ 3C) En í niðurlagi ættartölunnar í sama
kapítula er Árni Þórðarson hirðstjóri nefndur,
er andaðist árið 1362. Svo mannvirki Þórðar
hreðu ættu að hafa enzt á f jórðu öld, sé nokkurt
mark takandi á heimildinni. 1 yngri gerð Þórðar-
sögu hreðu er sagt um skálann í Flatatungu, að
hann hafi staðið „allt til þess, er Egill byskup
var at Hólum“.37) En Egill var biskup á ára-
bilinu 1333—41. Svo þar ber að sama brunni.
En fjölin frá Flatatungu, nú í Þjóðminjasafni,
er yngri en frá 10. öld.38) I Fóstbræðrasögu er
sagt frá þiljunum í skálanum að Reykhólum,
að þau hafi haldizt „allt til þess, er Magnús
byskup var at staðnum í Skálaholti inn síð-
ari“.3o) ættu þá að hafa enzt á þriðju
öld, því Magnús Gizurarson dó árið 1237. 1
Sturlungu er sagt um skála Þorgils Oddasonar
að Staðarhóli, er smíðaður var um 1120—21, að
hann hafi enn verið óhrörlegur, er Magnús
biskup andaðist 1237.40) Að vísu leikur vafi á,
hvort athugasemd þessi hafi fylgt sögunni í
fyrstu, en þar fyrir er hún ekki ótrúleg.41) Um
kirkju Þorvarðar Spak-Böðvarssonar í Ási er
Saga - 7