Saga - 1955, Page 24
100
bilið 1186—90 væri líklegra.50) Hrafns saga
Sveinbjarnarsonar, sem heimildin er í, mun rit-
uð skömmu eftir árið 1228, en þar segir enn-
fremur: „Sú kirkja stendr nú austr á Valþjófs-
stöðum/' „Nú“ virðist hér haft í hreinni tíðar-
merkingu fremur en, að það merki, að kirkjan
hafi reist verið annars staðar og síðan flutt.
Eitt atriði í Sturlungu mætti, ef til vill, benda
á í þessu sambandi. Svo segir, að Guðmundur
Arason frétti um andlát Brands biskups Sæ-
mundssonar eftir komu sína til Stafafells í Lóni
hinn 24. ágúst árið 1201. Þar snýr hann við á
ferðalagi sínu um Austfirði og kemur til Jóns
Sigmundssonar á Valþjófsstað hinn 1. septem-
ber, „at Egidíusmessu. Þá var þar kirkju-
dagr.“ 51) Þetta ber sennilega aðeins að skilja
sem einfalda tímasetningu, en ekki að kirkju-
dagur hafi annar verið settur seinna, og þá
væntanlega í sambandi við endurbyggingu og
endurvígslu. I innlendum heimildum er kirkjan
ætíð talin Maríukirkja, en í páfabréfi frá árinu
1454 um innsetningu sira 'Jóns Pálssonar sem
sóknarprests að Valþjófsstað er kirkjan talin
Maríukirkja og Páls.52) Við athugun sést, að
kirkjan muni vera helguð vorri frú með Páli
postula og öðrum dýrlingi, því enn voru til þrír
altarissteinar árið 1677. Yfirleitt virðist það
hafa verið regla á hinum stærri kirkjum, að
ölturu hafa verið þrjú, háaltari og tvö hliðar-
ölturu, en kirkjan kennd við aðaldýrlinginn.
Samkvæmt framanskráðu virðast litlar líkur
til þess, að kirkjuhúsið breytist verulega frá
því, að það var reist skömmu eftir 1180 þangað
til, að það var rifið laust fyrir miðja 18. öld.
Að vísu hljóta að hafa farið fram á því gagn-