Saga - 1955, Qupperneq 26
102
ráð fyrir örari hrörnun eftir siðaskipti, en til
þess eru nokkrar líkur, þá ætti kirkjan að hafa
verið í raunverulegu hæsta verði um miðja 13.
öld. Gæti það stutt skoðun Barða Guðmunds-
sonar, þjóðskjalavarðar, um myndskerann mikla
frá Valþjófsstað, sem seinna verður vikið að.55)
Svo óheppilega vill til, að málin á gömlu tré-
kirkjunni á Valþjófsstað eru ekki þekkt. En
það er eins með hinar trékirkjurnar gömlu
flestar. Þótt margt þarflegt sé varðveitt í vísi-
tazíunum, þá hefur ekki verið hirt um að geta
mála, nema á einum stað, það ég veit bezt. í
Odda var stærð trékirkj unnar þar, sem að vísu
hafði verið endurreist á fyrra hluta seytjándu
aldar, tiltekin í vísitazíu ársins 1724: Fram-
kirkjan á lengd 13 álnir, breidd 11% al., hæð
5 al. undir, en 4 al. yfir bita, í 5 stafgólfum með
12 stöplum og útbrotum til hvorrar handar.
Kórinn á lengd 5% al., breidd 7% al., í 2 staf-
gólfum með 6 stöfum.50) Hér skín í augun hlut-
fallið milli breiddar framkirkju og kórs. Það
er 0,6169, en hlutfall gullsniðs er 0,6180. Hlut-
fallið í Odda er svo nærri gullsniðinu, að á því
er enginn sjónarmunur. Af kirkju þessari er
mynd í ferðabók McKenzies, Edinborg 1811. Að
vísu hafði kirkjan verið endurbætt á þeim tíma,
sem leið frá árinu 1724, en einhverja hugmynd
má samt fá um gerð hennar við að skoða mynd-
ina.
Ef til vill mætti nota sér atriði eins og þetta
til hliðsjónar við gerð Valþjófsstaðarkirkju.
Skal reynt að endurreisa Valþjófsstaðarkirkju
á pappírnum, þótt allt skorti, sem veitt gæti
hugmyndinni fullt sönnunargildi.
1 vísitazíu Jóns biskups Árnasonar árið 1727