Saga - 1955, Qupperneq 27
103
segir: „Kirkjan sjálf er öll af timbri með út-
brotum 8 stafgólf; tvö þau innstu og fremstu
eru undir minna formi, en hin fjögur öll undir
reisifjöl súðaðri að utanverðu með standþilum
til beggja hliða, item fram og til baka, undir
og yfir bitum. Tvö stafgólf á kórnum eru súðuð
til hliða og að austanverðu upp í gegn. Kirkjan
er með fernum vindskeiðum, þrennum dróttum
og dyrastöfum og tveimur hurðum með einum
járnhring. Fjalagólf er í tveimur innstu staf-
gólfum kórsins." Hér kemur ýmislegt fram,
sem nota megi. Orðalagið: .kirkjan sjálf', er
fastmótað í vísitazíunum. Á undan fer ætíð
upptalning eigna kirkjunnar í föstu og lausu.
l>á merkir orðalag þetta: ,kirkjuhúsið sjálft'.
Það er þá alls átta stafgólf, sem einnig kemur
fram í vísitazíunni árið 1677. Kórinn er í tveim-
ur, framkirkjan í fjórum og forkirkjan í tveim-
ur stafgólfum. En stafgólfin gefa nokkra ábend-
ingu um lengdarmál hússins. I Odda virðist
lengd stafgólfsins hafa verið 2,6 álnir. Svipuð
var lengdin á stafgólfum kórsins í dómkirkj-
unni í Skálholti. Þar var skrúðhúsið í einu staf-
gólfi talið 2,5 álnir á lengd árið 1799.57) Þar
er sennilega um danskar álnir að ræða, en í
Odda Hamborgarálnir.58) Sé lengd stafgólfs-
ins í Skálholti reiknuð í Hamborgarálnum, ætti
hún að vera um 2,75 álnir.59) í framkirkjunni
í Skálholti virðast stafgólfin hafa verið um
3,142 Hamborgarálnir. Reiknað er hér með bil-
inu frá miðjum staf til miðs stafs. Um lengdina
á torfkirkjunni, sem reist var um 1743—44, er
ekki annað vitað en að hún var sjö stafgólf.
Trékirkjan, sem reist var árið 1846, var einnig
í 7 stafgólfum, en lengd hennar talin 18 álnir.