Saga - 1955, Page 29
105
15 þuml., eða 9,73 Hamborgarálnir. Gamla tré-
kirkjan hefur sennilega verið öllu breiðari. Ef
til vill hefur breidd hennar verið 11,20 álnir,
þ. e. a. s. helmingur af lengdinni á allri kirkj-
unni. Kirkjan hefði þá verið mótuð af tveim
ferningum, þar sem stafgólfið, 2,8 álnir, væri
mælir byggingarinnar. Það er eftirtektarvert,
að í trékirkjunum þrískipa á íslandi virðist ekki
gilda sama hlutfall og í steinkirkjum, þ. e.
breidd = % + V2 + 1/4- Hið sama virðist einn-
ig eiga sér stað í norsku stafkirkjunum, hliðar-
skipin eru þar eigi heldur % af breiddinni.
Bæði á íslandi og í Noregi virðast hliðarskipin
vera takmörkuð af mismun geisla í innrituðum
og umrituðum hring fernings, sem hefur breidd
kirkjunnar fyrir hornalínu. Ytri brún innstöpla
virðist snerta innritaða hringinn, eða því sem
næst. Kórsbreiddin virðist í flestum dæmum
koma fram við það að marka innritaðan jafn-
hliða þríhyrning í innri hringum; þá er hlut-
fallið milli hliðar jafnhliða þríhyrningsins og
hornalínu ferningsins ekval 0,6123. Þá vantar
ekki nema 57/í0ooo til þess, að hlutfallið þetta
verði raunverulegt gullsnið. Hér gæti verið ein-
föld aðferð til þess að gullsníða línur með
snærisspotta, og skekkjan ekki öllu meiri en
að reikna pí ekval 2%, sem er 12/10 00o of mikið.
Það má benda á, að flatarmálsmynd þessi er sú
eina, sem er kunn úr íslenzkum handritum frá
miðöldum. Og á einum stað er sagt, að meistari
Galterus hafi sett hana fyrstur manna.60) Er
hann vísast sá Galterus, er einvörðungu virðist
koma fram í íslenzkum heimildum.
Við teikningu hugsaðrar útbrotakirkju úr tré
á Valþjófsstað er mynd þessi notuð tvisvar.