Saga - 1955, Síða 30
106
Aðallega af því, að öll mál hússins leynast þá
í myndinni, sem menn geta prófað, ef þeir hafa
hug á. Hins vegar er útkoman ekki sem ógeð-
þekkust og sennilega ekki mjög fjarri sanni.
Prófun á teikningum af kirkjum frá miðöld-
um virðist gefa sæmilega raun um það, að mynd-
ina megi nota. Hins vegar kemur myndin einn-
ig að mörgu leyti heim við kenningu Macody
Lunds um regluna „Ad Quadratum“.
Eftirtektarvert er, að þverskurður hússins er
svipaður Skálholtskirkju á teikningum Cleve-
leys frá árinu 1772, en þær hafa víða birzt.61)
En varlegra er að ætla, að hér sé um eintómar
skemmtilegar tilviljanir að ræða.
Á teikningunum er hurðin alls staðar sett í
réttri stærð samsvarandi mælikvarða hússins.
Nú var kórsbreiddin í Odda lengri hluta gull-
sniðs kirkjubreiddarinnar. Ef kórsbreiddin á
Valþjófsstað væri reiknuð samkv. Galterusi, þá
yrði hún 6,859 álnir eða 391,41 sm. En útbrot-
in á kórnum yrðu fundin með því að margfalda
þá tölu með 0,6123 (= um 2,4 milli innstöpla).
Milli kórs og framkirkju var hálfþil með
raunverulegum kórdyrum. Dyr voru milli fram-
kirkju og forkirkju og útidyr á forkirkju. Hurð-
in fræga var fyrir innri dyrum. í forkirkjunni
hengu klukkurnar, sennilega á einhverjum út-
búnaði yfir bitanum milli stafgólfanna.
Næsta vandamál, sem greiða þarf úr, eftir
því sem hægt er, er um hæð kirkjunnar. í vísi-
tazíunni árið 1727 fæst nokkur vísbending um
það mál. Jón biskup Árnason skipaði þá sira
Páli prófasti Högnasyni að gjöra endurbót á
kirkjunni, en prófastur óttaðist kostnaðinn, og
segir í vísitazíunni: „En prófasturinn er nú að