Saga - 1955, Síða 32
108
járnhring gamalsilfruðum". Það er ekki ljóst,
hver lét reisa þessa kirkju. Hinn 8. júní 1734
tók sira Magnús Guðmundsson við Valþjófsstað
af sira Páli prófasti Högnasyni, tengdaföður
sínum. Samkvæmt úttektargjörðinni virðist út-
tektin hafa verið sira Magnúsi frekar í óhag.
Þar við bætist, að sama sumar kom Jón biskup
Árnason til að vísitera. Var trékirkjan álitin
„komin á fallanda fót, fúin, rotin, gisin, óstæði-
leg og aldeilis ósæmileg". Sira Magnúsi var svo
skipað að reisa nýja kirkju að viðlagðri ábyrgð
og setja fyrir sig ábyrgðarmenn um fjármál
staðarins. Sennilega hefur sira Magnús verið
félítill sjálfur. Nokkru seinna, eða árið 1742
eða 1743 hefur hann brauðaskipti við sira Hjör-
leif Þórðarson á Hallormsstað. Ástæðan gæti
verið sú, að hann hafi sligazt undan byggingar-
málum staðarins auk þess, sem hann deildi við
Hans Wium sýslumann. Því samkvæmt brauða-
matinu frá árinu 1737 var Valþjófsstaður met-
inn á 43 rd. 1 mk. 4 sk., en Hallormsstaður á
25 rd. 3 mk.62) Sira Magnús var svo allan sinn
prestskap kyrr á Hallormsstað, eða til 1766.
Sira Hjörleifur tók vígslu árið 1717 til Þvottár,
fékk Hallormsstað árið 1732, en Valþjófsstað
árið 1742 eða ’43 og hélt til ársins 1786, er hann
andaðist níræður að aldri.63) Hann virðist hafa
verið efnaður vel og því haft nauðsynlegt fjár-
magn auk reynslu sinnar til að gera nauðsyn-
legar umbætur á staðnum. Því má telja líklegt,
að hann hafi reist kirkjuna eftir flutning sinn,
en ekki sira Magnús, enda er húsið nefnt „vænt
og velstandandi, nýlega uppgjört“ í vísitazíunni
árið 1748.
Úr því að möguleiki er til, að sömu torf-