Saga - 1955, Blaðsíða 34
110
orka á mann eins og misræmi sé í stílbyggingu
hurðarinnar, þótt skurðurinn hvor um sig sé
mjög fastmótaður í stílnum. Þvert ofan hurð-
ina hefur verið felldur listi í samskeyti fjal-
anna hægra megin, en hurðin er gerð úr þrem
rauðleitum barrviðarfjölum. Sá listi liggur um
báða hringana, en er skorinn til að falla inn í
myndirnar. í bogann hefur verið fellt stykki
a. m. k. að framan. Að aftan sést ekki fyrir ok-
anum, sem situr efst á hurðinni. Annað stykki
hefur verið fellt í vinstra megin á hurðinni,
sem reyndar tekur yfir sagarfarið þvert yfir
hurðina. Auk þess sér fyrir röð af töppum í
vinstri röð. Stykki hafa einnig verið felld í hurð-
ina, þar sem skráin var fest. Allt þarfnast þetta
skýringar.
Fyrst skulu skoðuð þau ummæli, sem til eru
um hurðina frá árinu 1641 til ársins 1734.
Árið 1641 segir: „Skorin hurð sterk fyrir
kirkju á járnum með silfursmeltum hring og
nýrri hespu.“ Auk hennar er hurð á járnum
fyrir forkirkju. Eins og áður getur, var hurðin,
sem kennd er við Valþjófsstað, þá innri hurð.
Árið 1677 segir: „— stórri hurð með silfurs
smeltum járnhring og hespu á tréhjörum. Önn-
ur á hjörum fyrir forkirkju með hespu og
hring.“ Hér er tvennt, sem verður að drepa á.
Annað er það, að hurðin er talin stór og þá
sennilega til aðgreiningar frá hinni hurðinni.
Hitt er það, að hún skuli vera sögð á tréhjör-
um, því varla ber svo að skilja, að hespan hafi
verið á tréhjörum. Nú var sagt í vísitazíunni
1641, að hurðin hafi verið á járnum. Það ætti
þá að merkja það, að hurðin hafi leikið á eins-
konar hjaraútbúnaði. Sé þessi athugasemd rétt,