Saga - 1955, Síða 36
112
Árið 1771 segir: „Fyrir kirkjudyrum er hurð
á járnum með skrá, lykli og stórum járnhring."
Hér er enn, sem komið er, aðeins fullvissa
um, að hurðarhringurinn sé sá sami, en allur
vafi um hurðina hverfur, þegar vísitazían árið
1779 er skoðuð: „Fyrir kirkjunni er allur dyra-
umbúningur með gamalli útskorinni hurð á
hjörum með skrá, lykli, eirflugu og stórum járn-
hring með innsmeltum silfurblómstrum." Þá
er einnig kominn lítill glergluggi yfir dyrnar
með fjórum rúðum, auk hinna tveggja, sem
áður gat, hvoru megin dyra.
Árið 1794 er skráin orðin lasleg. „Hlýtur
hún því að dragast frá og reparerast."
Árið 1799 er þilið á vesturstafninum orðið
laslegt, og áleit prófasturinn það nauðsynlegt
að setja nýtt þil fyrir kirkjuna með litlu for-
skyggni fram af til að fyrirbyggja snjófok og
súgvind. Verkið dróst, og því var hið sama
ítrekað árið 1801. Erfitt veitti að afla viðar og
koma verkinu í framkvæmd. Það er fyrst árið
1805, sem verkið var tilbúið. Er þá búið að setja
ný þil við báða stafna. Og eru 3 gluggar á fram-
stafni. Tveir með einni rúðu sinn hvoru meg-
in dyra, og 1 með 9 rúðum fyrir ofan bita. Þá
getur í fyrsta sinn síðan árið 1641, að eitthvað
sé athugavert við hurðina: „Kirkjuhurðin þarf
að endurbætast, en skráin er komin í gott
stand.“ Jafnframt er getið árið 1807, að ný
vængjahurð hafi verið smíðuð fyrir framkirkju-
dyrnar og kostnaður tilgreindur við þá smíð
meðal annarra útgjalda. Sú hurð kemur reynd-
ar aldrei fram í skjölum eftir þetta.
Einhvern tíma fyrir árið 1805 hlýtur hurðin
að hafa orðið fyrir hnjaski. Árið 1779 er hún