Saga - 1955, Síða 37
113
í sæmilegu standi, því engin athugasemd var
þá gerð við ástand hennar. Árið 1794 var skrá-
in að vísu í slæmu ástandi, en eigi er þá heldur
gerð athugasemd við ástand hurðarinnar. Þá
ætti tímabilið, sem hurðin varð fyrir hnjaski
á, að vera frá árinu 1794 til ársins 1805. Þá
liggur beinast við að ætla, að óhappið hafi orðið
um það leyti, sem umbæturnar eru gerðar á
stöfnum kirkjunnar.
Nú skal hurðin enn athuguð. I ritgerð sinni
telur Björn M. Ólsen stærð hennar þessa:
breidd 1 alin og 14 þuml., hæð 3 álnir og 7 þuml.
1 ,rómanskri‘ hurð eru hlutföllin y^. Hurðin
samsvarar því sem næst. Reyndar er hún 3
þuml. hærri en rétt væri. Sá munur er þó hverf-
andi. Sé málum þessum breytt í Hamborgar-
álnir kemur út: breidd 1,74 álnir og hæð 3,62
álnir. Nú má færa fullgóða sönnun þess, að
hurðin, að hjarranum slepptum, heldur sinni
upprunalegu breidd, sem sést af hinum upphaf-
legu okum, er enn sitja grópaðir aftan á hurð-
inni. Þeir eru fleyglaga og hafa verið reknir í
gróp og binda þann veg fjalirnar þrjár. Nú
skiptast hinir söguðu partar í 160,5 sm og 48
sm (efsta áfellan 3,5 sm). Sé þetta reiknað
í Hamborgarálnum, þá verða partarnir á hæð
0,89 álnir og 2,80, en í dönskum álnum: 0,76
og 2,56 álnir, sem virðist geta bent til þess, að
hurðinni hafi verið skipt sem næst í % og 2y%
danskar álnir. (Skekkjan 1 þuml.) Virðist þetta
e. t. v. geta bent til þess, að hurðin hafi verið
tekin í sundur nálægt 1805, því skiptin á mæli-
einingu áttu sér stað árið 1776, a. m. k. sam-
kvæmt lögum.
Þegar skýra þarf þetta fyrirbrigði, þá verð-
Saga - 8